Færsluflokkur: Vinir og fjölskylda
28.7.2009 | 22:46
Ættarhittingur
Sæl öll
Ég var beðin um að koma þessu á framfæri en það er fyrirhugaður hittingur og hér að neðan eru allar upplýsingar sem ég fékk.
Kv Elín Helga
Fjölskyldur og afkomendur Marteins J. Lárussonar, Önnu Björnsdóttur og Helgu Pálsdóttur og
Sigurðar Ó. Lárussonar og Elínar Helgadóttur.
Hafa ákveðið að hittast og eiga skemmtilega dagstund saman.Við ætlum að hittast í Íþróttahúsinu Hákon Digri, Skálaheiði 2, Kópavogi, þann 15 ágúst 2009, Klukkan 14 til 17. Tilkynna þarf þátttöku en nánari upplýsingar um það verða sendar út í lok júlí.
Undirbúningsnefndin, Jan 847 1456, Guðmundur Skúli 844 8090, Sigga Heiðars 869-8232, og Gógó 554 1927
The families and relatives of Marteinn J. Lárusson, Jóna Anna Björnsdóttir, og Helga Pálsdottir and
Sigurður Ó. Lárusson og Elín Helgadóttir
Invite you to a family reunion and a happy daypart together in the Atheltichouse of HK sportsclub
Named Hakon Digri at Skalaheidi, Kopavogur, Digranesschool.
When: 15 August 2009 from 2 PM to 5 PM.
Reservations will be expected and information will be sent out later in July.
22.6.2009 | 17:07
ENGIN HITTINGUR
Vegna þess að fáir sjá sér fært að mæta á föstudaginn og rest ætlar að mæta part úr laugardegi þá ætlum við að aflýsa hitting sem fyrirhugaður var. Við sjáum ekki tilgang í að vera að panta tjaldsvæði og reyna að skipuleggja einhvern skemmtilegan hitting ef engin vill koma.
fyrir hönd nefndar
Sólbjört og Kristín
Vinir og fjölskylda | Breytt s.d. kl. 17:12 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
31.5.2009 | 23:07
Ásgarðsmótið 2009
Sæl öll
Nú er það sem sagt síðasta helgin í júni, í Reykholti í Biskupstungum, að sjálfsögðu verður gott veður, og vonandi geta sem flestir mætt. kveðjur Gyða
Vinir og fjölskylda | Breytt s.d. kl. 23:28 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
18.5.2009 | 19:54
Hittingur 26 - 28 júní 2009
Sæl öll og gleðilegt sumar
Það er ákveðið að við ætlum að hittast helgina 26 -28 júní í Reykholti í Biskupstungum. Það er víst mjög góð aðstaða en það er 2 mínútna gangur í sundlaug og eins er ekki langt í mjög góðan róló.
Nóttin á tjaldsvæðinu kostar 700 kr á mann og svo er hægt að fá gistingu á gistiheimili sem kostar 3200 kr á mann nóttin. Ef þið ætlið að panta gistingu þá endilega hafið samband við mig í síma 867-8315 eða á meilið mitt sem er yrja@simnet.is og ég mun ganga frá pöntun. Það eru 7 herbergi laus og því um að gera að panta sem fyrst til að vera öruggur með gistingu.
Vonandi mæta sem flestir því þetta er alltaf svo gaman. Ég er búin að snúa uppá handlegginn á minni fjölskyldu og hún ætlar að mæta allavega þeir sem verða á landinu.
Annars er allt gott að frétta héðan að vestan og mikill spenningur fyrir sumrinu. Vonandi líður bara öllum vel.
Kv Sólbjört
Nefndin í ár er Sólbjört, Sirrý og Kristín.
18.5.2009 | 13:27
Kveðja frá Vopnafirði
Hæ og hó.
Héðan er allt gott að frétta allir kátir og glaðir .....
En hvað er að frétta af hinum ....er kannski engin að skoða þessa síðu ??'
Kveðja
Sirrý
28.3.2009 | 19:49
Bara smá fréttir
Sæl öll
Það er svo sem ekki mikið að gerast á þessari síðu en það lagast vonandi.
Vorum að skoða Ragnheiði Gróu á síðunni hennar og hún er nú bara algjör rúsína. Ekkert smá gaman að skoða ættingjana. Vonandi setja fleiri inn á síðuna linka inná barnasíðurnar sínar.
Allt gott að frétta úr Stykkishólmi og vonandi hjá öllum hinum líka.
Kv Ella og fjölskylda
7.3.2009 | 17:25
Búin að fá nafn
Sæl öll
Nýjasta viðbótin við ættina hefur fengið nafn, hún heitir Ragnheiður Gróa og er dóttir Elvars og Sigrúnar. Til hamingju með nafnið.
Það er nóg að gera hér í Hólminum þessa dagana, Elínbjört átti afmæli í gær og það var haldið hér uppá það með pompi og prakt í gær.
Það er líka búið að ákveða helgi fyrir hitting en það verður helgina 27-28 júní en það er ekki búið að ákveða stað en það verður sent út um leið og það er ákveðið. Vonandi mæta bara sem flestir því þetta er svo skemmtileg ætt ekki satt?
Læt þetta duga hér
Kv úr hólminum
13.2.2009 | 09:40
Er ekkert að frétta?
1.2.2009 | 14:18
Sigrún og Elvar hjartanlega til hamingju.
Til hamingju allir með litlu prinsessuna, og Sólbjört mín flottar breytingar hjá þér,
þetta er nú aldeilis að verða góð síða, ég bíð bara eftir að fleiri verði virkir, fleiri slóðir komi inn og myndir, gamlar og nýjar, ég á mikið safn af myndum, en það verður að vanda valið, ekki er hægt að setja hvað sem er á netið, allir verða að hjálpast að við að hafa þessa síðu sem besta, og ekki neina annars flokks síðu, Ásgarðs-síðan verður að vera fyrsta flokks ef hún á að lifa, ekki satt. kveðjur Gyða
Vinir og fjölskylda | Breytt s.d. kl. 14:20 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
1.2.2009 | 00:02
Breytti aðeins
Sæl öll
Sirrý mín ég breytti bakgrunninum en mig langaði svo að setja þau gömlu þarna efst. En það má alveg breyta því ef þetta er ekki fyrir hina í þessum hóp.
Fer að setja hér inn linka af síðunum hjá þeim yngstu og svo væri bara gaman að vita hvort nefndin hefur tekið til starfa.
Kv úr Hólminum
Sólbjört og co