4.1.2009 | 01:30
Kveðja úr Stykkishólmi
Hæ hæ allir og gleðilegt nýtt ár
Ég undirrituð var að reyna að setja inn myndir en það gekk ekkert alltof vel en ég reyni aftur síðar. Vildi bara segja að ég er mjög ánægð með þær frænkur að hafa stofnað þessa síðu, þá meina ég Sirrý og Kristínu. Það er allt gott að frétta að vestan og ég vildi bara láta fylgja með slóð á myndasíðuna mína en þar eru myndir af systkinamótinu á Indriðastöðum og úr brúðkaupinu hjá Trausta og Bergþóru en slóðin er http://picasaweb.google.co.uk/snoppa93 vona að þetta sé í lagi til að byrja með þangað til ég læri betur á þessa síðu.
Kv úr Stykkishólmi Sólbjört og allir hinir.
Flokkur: Vinir og fjölskylda | Facebook
Athugasemdir
Hæhæ ....gaman að sjá að það eru fleiri en bara ég mamma og Þóra Björg að setja eitthvað hérna inn......ég var nú að skamma hana frænku mína Kristínu að hafa ekki einu sinni kvittað hérna síðan ég opnaði síðuna eftir spjall okkar fyrir jólin....en hún er víst föst á Facebook hehe....
En ég þurfti að gera tvær tilraunir með myndirnar en þetta kom svo allt í rólegheitunum....
Hlakka til að sjá fleiri koma og kíkja ...vona að það viti allir af þessari síðu ....
Ég er líka með heimasíðu þar sem eru myndir .... www.123.is/nyttupphaf það þarf password á hana þið sendið mér bara mail ég ætla ekki að gefa það upp hérna.
Kveðja frá Vopnafirði
Sirrý
Sirrý (IP-tala skráð) 5.1.2009 kl. 16:36
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.