7.3.2009 | 17:25
Búin að fá nafn
Sæl öll
Nýjasta viðbótin við ættina hefur fengið nafn, hún heitir Ragnheiður Gróa og er dóttir Elvars og Sigrúnar. Til hamingju með nafnið.
Það er nóg að gera hér í Hólminum þessa dagana, Elínbjört átti afmæli í gær og það var haldið hér uppá það með pompi og prakt í gær.
Það er líka búið að ákveða helgi fyrir hitting en það verður helgina 27-28 júní en það er ekki búið að ákveða stað en það verður sent út um leið og það er ákveðið. Vonandi mæta bara sem flestir því þetta er svo skemmtileg ætt ekki satt?
Læt þetta duga hér
Kv úr hólminum
Flokkur: Vinir og fjölskylda | Facebook
Athugasemdir
Auðvitað erum við flottasta og skemmtilegasta ættin en ekki hvað ....
Til hamingju með afmælið Elínbjört. Og Elvar með nafnið á unganum.
En já síðasta helgin í júni er s.s. frátekin hjá öllum er það ekki ???
Kveðja að austan
Sirrý
Sirrý (IP-tala skráð) 11.3.2009 kl. 21:06
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.