Hittingur 26 - 28 júní 2009

Sæl öll og gleðilegt sumar Grin

Það er ákveðið að við ætlum að hittast helgina 26 -28 júní í Reykholti í Biskupstungum. Það er víst mjög góð aðstaða en það er 2 mínútna gangur í sundlaug og eins er ekki langt í mjög góðan róló.

Nóttin á tjaldsvæðinu kostar 700 kr á mann og svo er hægt að fá gistingu á gistiheimili sem kostar 3200 kr á mann nóttin. Ef þið ætlið að panta gistingu þá endilega hafið samband við mig í síma 867-8315 eða á meilið mitt sem er yrja@simnet.is og ég mun ganga frá pöntun. Það eru 7 herbergi laus og því um að gera að panta sem fyrst til að vera öruggur með gistingu.

Vonandi mæta sem flestir því þetta er alltaf svo gaman. Ég er búin að snúa uppá handlegginn á minni fjölskyldu og hún ætlar að mæta allavega þeir sem verða á landinu.

Annars er allt gott að frétta héðan að vestan og mikill spenningur fyrir sumrinu. Vonandi líður bara öllum vel.

Kv Sólbjört

Nefndin í ár er Sólbjört, Sirrý og Kristín.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband